We’ve updated our Terms of Use to reflect our new entity name and address. You can review the changes here.
We’ve updated our Terms of Use. You can review the changes here.

ekki fleiri partí á laugarnesi

by sveittir gangaverðir

/
  • Streaming + Download

    Purchasable with gift card

     

about

þetta er ástarbréf til laugarness.

lyrics

plís ekki fleiri
partí í l.a.
ekki fleiri partí
á laugarnesi.
ég bara
get ekki meir.
ekki fleiri partí,
ég er alveg búinn á því.
mar ég vil miskunn,
ekki fleiri partí,
plís,
ég bara get ekki meir.
afsakið en
ég var að pæla,
ég þarf að æla,
veistu um öskubakkann?
ekki meiri john,
ekki meiri paul,
réttu mér kveikjarann.
mér er illt í lifrinni,
illt í nýrunum,
pissa laxableiku,
plís ekki fleiri
partí á laugarnesi.
okei, ekkert er betra en
vorkvöld í l.a.
ertu núna ánægð?
getum við nú farið
eitthvað annað?
er það alveg bannað?
eða hafið þið
hannað hér
atburðarrás
þar sem allir
vegir leiða
í laugardal?
má ég fá smá work,
no play?
vil ekki fleiri
partí í l.a.
þetta var fínt í nokkra daga,
sumarið byrjaði
ágætlega en
dagur eftir dag
í grasagarðinum í
laugardal fer illa
með mann andlega.
ekki meiri laugardalslaug,
ekki meiri sjópottur,
ekki meira kaldur,
ekki meiri gufa.
ókei, ókei, ég skal
viðurkenna það,
þetta er langbesta
sundlaugin á íslandi
ef þú bara gefur mér grið.
ég biðst vægðar,
ég vil frið.
ekki fleiri partí,
ekki meiri ármann, mar,
ekki fleiri fimleikasýningar.
get ekki meiri húsdýragarð,
ekki meiri fjöldskyldugarð
og plís mar,
ekki meiri álfheimaís, mar,
er ekki hægt að prófa
ís annars staðar?
bara hvar sem er
annarstaðar,
í fossvogi þess vegna.
hafið þið tékkað á bústaðahverfinu?
hey!
hvernig væri að borða
annars staðar
en á laugaás?
hvernig væri að taka smá
pásu á vídjó
úr laugarnesvídjó?
Og plís, yo,
að horfa á myndband
er góð skemmtun og allt það
en hvernig væri bara
að prófa eitthvað nýtt?
bara hvað sem er nýtt,
hafið þið heyrt um
dvd, mar?
netflix, i see you!
ég nenni ekki að lesa
fleiri árbækur
gefnar út af
listasafni sigurjóns ólafs
ég fíla alveg listasafn
sigurjóns ólafs
ég fíla alveg
sigurjón ólafs
en kommonn,
fyrr má nú vera,
eru ekki til
fleiri listamenn?
og plís ekki segja
hrafn fokkin´ gunnlaugson,
peace, tho
hrafn gunnlaugsson!
(meina ekkert illa
með að segja fokkin,
segi það meira til
áhersluauka sko.)
hrafn, sorrí með mig
en ég
nenni bara ekki
að horfa
einu sinni enn á
hrafninn flýgur
rúllandi undir
á myndvarpa í
enn einu partíi
á friggin´ norðurbrún. ég
fíla sko alveg
hrafninn flýgur
en nú er
borið í
barmafullan lækinn.
plís ekki fleiri partí
á laugarnesi.
plís.

það er eitthvað sem er að maður.
mér hefur ekki liðið svona
síðan við leigðum út á Amager.
ég ligg bara heima og vona.
af hverju þurfti þetta að enda eins og
khloe og lamar?

gef mér aðeins eitt partí
í l.a. í viðbót.
ég veit það verður alls engin
motherfokking siðbót
en gefðu mér aðeins eitt
partí í laugardal, mar
og svo aldrei nokkurn tímann framar.

plís ekki fleiri
partí í l.a.
ekki fleiri partí
á laugarnesi.
ég bara
get ekki meir.
ekki fleiri partí,
ég er alveg búinn á því.
mar ég vil miskunn,
ekki fleiri partí,
plís,
ég bara get ekki meir.
afsakið en
ég var að pæla,
ég þarf að æla,
veistu um svalirnar?
ljótur er dalurinn
svo mér hefir aldrei
jafnljótur sýnst,
ælubleikir akrar og
hlandbrunnin tún.
ég er farinn,
sólin hún er
sest yfir norðurbrún.
mikið vatn er
runnið til sjávar.
ég hitti þig við rauðalæk
og spurðiÆ „má ég fá far“?
þú sagðir: „já mar
hoppaðu uppí!“
alls yndi
þótti mér ekki
vera utan
voru lífi lifa
(pís jónas,
líka á milli).
ég get ekki fleiri
grillveislur, ekki meira
grillkjöt, ekki meiri
víking og chillföt.
að tjalda á tjaldstæðinu
í laugardal með alskegg
og manbön á virkum degi í
maí er sko mad fun.
ekta íslenskt
fönn, fönn en kommonn,
hvenær ætlið þið
að hættað fokkast og þroskast?
eruð þið ekki með
háskólagráðu,
konu og þrjú börn
í raðhúsí við
otrateig? mér
finnst sko alveg sætt að
þið skulið sýna
fólkinu á hrafnistu
svona mikinn áhuga en
hefur ykkur aldrei
dottið í hug að þetta
sé too much?
þarf alltaf að vera
að toppa sjálfan sig?
hvernig væri að
sitja bara við
borð niðri á
kaffistofu og spila
á spil mar? plís
chill mar? spjallum
daginn og veginn?
þau yrðu kannski fegin
að þurfa ekki að hlustá
enn eitt demóið
með sveittum gangavörðum mar.
hvurs lags
nafn er það
eigilega? það er
algjörlega fáránlegt.
og vissir þú ekki
að jóhann á deild þrjú
var heiðvirður gangavörður
allt sitt líf og
svitnaði aldrei.
hvernig væri að taka
hann sér fyrirmyndar?
ekki meiri cultural appropriation.
ekki meiri indíanaheadress.
ekki meira þrjúbíó í
laugarás bíó
með bríó, eldhress á
þriðja degi.
hundrað og fjórir
reykjavík er alveg kúl
póstnúmer. já ég hef
heyrt þetta með
nærþjónustuna nokkrum sinnum
og nei, það eru eflaust
ekki mörg hverfi
með pylsugerðamann og
fiskbúðirnar eru ekki eins
margar og áður fyrr.
en samt mar, er þetta ekki
ansi mikið ofmat?
þarf að borða mat úr
hverfinu á hverjum
degi? og vitið þið
ekki að það er fullt að
gerast úti á granda,
101 er
ekki bara lundabúðir
enn og fyrst við erum
að þessu þá skil ég
ekki af hverju þið
eruð alltaf í gulu og
fjólubláu. ok
ég er búinn að ég ná þessu:
gulur og fjólublár
eru lakers litirnir,
og lakers eru frá
l.a. en samt,
skammstöfunin fyrir laugarnes
ekki meira eins og ln?
og þá dettur þetta dæmi
um sjálft sig.
og nei ég er ekki með miða
á secret solstice.
mig langar frekar að koma með
eitthvað síðast skein sól diss,
eitthvað: „fokk hvað það er glatað
að vera í teinóttum.
eitthvað á þeim nótum,
sveittir eru aldrei í feilnótum,
en nú er ég á þessum
"i wanna bail" nótum
bara get ekki fleiri partí
á laugarnesi
plís.

credits

released November 23, 2017
thanks 2 snobro for laugarnes shots. thanks 2 pngo for los angeles shots. thanks 2 kay for telling us our video editing skills suck and offering to help. too bad we did not have time. thanks 2 kanye and kendrick for "no more parties in l.a." we totally stole your idea. best song ever. thanks 2 bjartmar, sigurður þórarinsson, stanley kubrick, íþróttafélagið ármann, sigurjón ólafs, listasafn sigurjóns ólafs, hrafn gunnlaugsson, khloe og lamar, jónas hallgrímsson, jónas á milli, mammút, stuðmenn, secret solstice, síðan skein sól.

license

all rights reserved

tags

about

sveittir gangaverðir Reykjavík, Iceland

Bland.is:

ég þekkti þá í denn.. þegar þeir stofnuðu þessa hljomsveit.
hehe er hún þá ekki sjúk í lagið
"búgggíbuggíbuggíbúggí búgg.. allir út á gólf, byrjum að dansa"
minnir að það hafi verið einhvernveginn svona.. ég fæ alveg kast þegar ég hugsa um þá :þ 

Ég fæ grænar!!! Þetta er sönglað daginn út og inn á þessu heimili! Ekki alveg kannski minn smekkur á tónlist!!
... more

contact / help

Contact sveittir gangaverðir

Streaming and
Download help

Report this track or account

If you like sveittir gangaverðir, you may also like: